Erlent

Óeirðir í Súdan

Mörg hundruð manns ganga nú berseksgang á götum úti í Khartoum höfuðborg Súdans. Vel á fjórða tug manna hafa fallið og meira en þrjú hundruð slasast í miklum götuóeirðum, sem brutust út í kjölfar frétta af dauða varaforseta landsins, John Garang. Hann fórst ásamt þrettán öðrum í þyrluslysi nærri landamærum Úganda í gær. Þó að flest bendi til að um slys hafi verið að ræða, hefur atburðurinn hleypt illu blóði í marga íbúa suður Súdans, sem ganga um með hnífa og barefli og ráðast á fólk og farartæki. Óeirðalögregla hefur reynt að hafa hemil á ástandinu og yfirvöld hafa sett tólf klukkutíma útgöngubann á íbúa höfuðborgarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×