Erlent

Aldrei fleiri tilnefningar

199 einstaklingar og félagasamtök voru tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels þetta árið og hefur fjöldi tilnefninga aldrei verið meiri. Tilnefningarnar skiptust milli 163 einstaklinga og 36 samtaka. "Fjölgunin sýnir að það er enn mikill áhugi fyrir verðlaununum," sagði Geir Lundestad, ritari nefndarinnar sem velur verðlaunahafann. Tilkynnt verður um hann í október. Ekki er gefið upp hverjir eru tilnefndir en vitað er til þess að Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og írski söngvarinn Bono voru tilnefndir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×