Erlent

Bannað að greina frá leyninafni

Maxine Carr, fyrrverandi kærarasta Ians Huntleys sem afplánar tvöfaldan lífstíðardóm fyrir að myrða tvær 10 ára stúlkur í bænum Soham í Englandi árið 2002, fær að halda leynd sinni áfram. Dómari í Englandi úrskurðaði í dag að fjölmiðlum væri bannað að greina frá nýju nafni hennar og heimilisfangi. Carr var dæmd til þriggja ára fangelsisvistar fyrir ljúga að lögreglu í tengslum við rannsókn á morðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×