Sport

Þórsarar Norðurlandsmeistarar

Lið Þórs frá Akureyri tryggði sér í gær sigur á Norðurlandsmótinu í knattspyrnu þegar liðið lagði granna sína í KA með einu marki gegn engu í Boganum.  Það var Ingi Hrannar Heimisson sem skoraði sigurmark Þórs á 28. mínútu. KA menn eiga einn leik eftir í mótinu, en geta ekki náð Þórsurum að stigum og því stendur Þór uppi sem sigurvegari í mótinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×