Innlent

Þrjú alvarleg slys á Norðurlandi

Á undanförnum tveimur vikum hafa orðið þrjú alvarleg vinnuslys í umdæmi Vinnueftirlitsins á Norðurlandi-eystra. Í öllum tilvikum er um sams konar slys að ræða, þar sem trésmiðir brjóta fingur eða taka framan af fingrum í sög eða hjólsög í borði. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Í nýjasta slysinu og því alvarlegasta, missti smiður framan af þremur fingrum hægri handar. Það er sammerkt með slysunum að hlífarbúnað vantaði í öllum tilvikum á vélarnar og vill Vinnueftirlitið brýna fyrir starfsmönnum sem vinna við hættulegar vélar að nota öryggisbúnaðinn sem fylgir þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×