Sport

Kristinn líklega á leið í Víking

Knattspyrnumaðurinn Kristinn Hafliðason er að öllum líkindum á leið til Víkinga í 1. deildinni. Kristni var tilkynnt fyrir skemmstu af forráðamönnum KR að þeir hyggðust ekki endurnýja samning hans við félagið og því hefur Kristinn verið að líta í kringum sig að nýju félagi að undanförnu. Víkingur leitar grimmt að arftaka Kára Árnaonar og Viktors B. Arnarsonar á miðjunni en vitað er að Kristinn hefur meiri áhuga á að leika með liði í efstu deild. En ef Kristni verður enginn áhugi sýndur á næstunni má þykja líklegt að leikmaðurinn haldi í Víkina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×