Sport

Webber nett svartsýnn

Hinn ástralski Mark Webber, ökuþór hjá Williams-liðinu í Formúlu 1 kappakstrinum, viðurkenndi að Williams yrði ekki með í toppbaráttunni á komandi keppnistímabili, a.m.k. ekki til að byrja með. "Við verðum með öflugt lið í framtíðinni en ég held að fyrstu keppnirnar verði okkur erfiðar, við getum ekki neitað því," sagði Webber. Í gær var Harbour brúnni í Sydney lokað til að leyfa Webber að aka yfir hana í auglýsingaskyni. "Það var ótrúleg tilfinning að keyra þarna yfir en ég verð að viðurkenna að það fór smá um mig."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×