Sport

Chelsea deildarbikarmeistari

Chelsea tryggði sér deildarbikarinn í knattspyrnu síðdegis með sigri á Liverpool, 3-2 eftir framlengdan leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1. Liverpool komst yfir strax eftir 42 sekúndna leik, 1-0 með marki John Arne Riise en Steven Gerrard fyrirliði Liverpool skoraði sjálfsmark á 79. mínútu eftir aukaspyrnu Chelsea. Didier Drogba kom Chelsea yfir á 17. mínútu framlengingar og Mateja Kezman kom Chelsea í 3-1 fimm mínútum síðar eftir undirbúning Eiðs Smára Guðjohnsen sem kom inn á af varamannabekk Chelsea í hálfleik fyrir Jiri Jarošik en Eiður átti frábæran leik eftir að hann kom inn á. Antonio Nunez minnkaði muninn fyrir Liverpool þegar 7 mínútur voru eftir af framlengingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×