Í hópi þeirra efnilegustu í Evrópu 28. ágúst 2005 00:01 Þorsteinn Ingvarsson, efnilegur frjálsíþróttamaður úr Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu, vann um helgina keppni í langstökki á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fer í Kristiansand í Noregi. Sigurstökk Þorsteins var upp á 7,11 metra en hann á best 7,38, en því náði hann í fyrra aðeins sextán ára gamall. Þorsteinn var að vonum ánægður með árangurinn og vonast til þess að bæta árangur sinn enn frekar á þessu ári. "Ég vissi að ég ætti góðan möguleika á því að komast í verðalaunasæti ef ég næði að stökkva eins vel og ég get. Þó ég hafi verið töluvert frá mínu besta þá dugði þetta til sigurs og það var auðvitað ánægjulegt." Þorsteinn hefur æft frjálsar íþróttir frá tíu ára aldri undir stjórn Jóns Benónýssonar. Jón er ekki í nokkrum vafa um að Þorsteinn getur náð langt ef hann æfir samviskusamlega. "Ég held að það sé ekki nokkur vafi á því að Þorsteinn getur náð langt. Hann er þegar farinn að vekja athygli þjálfara í bandarískum háskólum, þrátt fyrir að vera ennþá aðeins sautján ára gamall. Það er magnaður árangur hjá honum að verða Norðulandameistari í þessum aldurshópi, því hann er í raun einn af yngstu keppendunum. Hann á tvö ár eftir í þessum flokki og því er þetta enn athyglisverðara fyrir vikið. Framfarir hans hafa verið með ólíkindum því hann bætti sig um hálfan metra í langstökki á hverju ári í fjögur ár. Að auki er hann vel frambærilegur spretthlaupari og stekkur tvo metra í hástökki. Hann hefur því alla burði til þess að verða góður tugþrautakappi í framtíðinni en hann einbeitir sér fyrst og fremst að langstökki og þrístökki þessa dagana." Þorsteinn æfði inn á Akureyri á síðasta ári en hann er nemandi í Menntaskólanum á Akureyri. "Ég stefni að því að ná sem lengst en er meðvitaður um að það gerist ekki nema með miklum æfingum." Íþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Þorsteinn Ingvarsson, efnilegur frjálsíþróttamaður úr Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu, vann um helgina keppni í langstökki á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fer í Kristiansand í Noregi. Sigurstökk Þorsteins var upp á 7,11 metra en hann á best 7,38, en því náði hann í fyrra aðeins sextán ára gamall. Þorsteinn var að vonum ánægður með árangurinn og vonast til þess að bæta árangur sinn enn frekar á þessu ári. "Ég vissi að ég ætti góðan möguleika á því að komast í verðalaunasæti ef ég næði að stökkva eins vel og ég get. Þó ég hafi verið töluvert frá mínu besta þá dugði þetta til sigurs og það var auðvitað ánægjulegt." Þorsteinn hefur æft frjálsar íþróttir frá tíu ára aldri undir stjórn Jóns Benónýssonar. Jón er ekki í nokkrum vafa um að Þorsteinn getur náð langt ef hann æfir samviskusamlega. "Ég held að það sé ekki nokkur vafi á því að Þorsteinn getur náð langt. Hann er þegar farinn að vekja athygli þjálfara í bandarískum háskólum, þrátt fyrir að vera ennþá aðeins sautján ára gamall. Það er magnaður árangur hjá honum að verða Norðulandameistari í þessum aldurshópi, því hann er í raun einn af yngstu keppendunum. Hann á tvö ár eftir í þessum flokki og því er þetta enn athyglisverðara fyrir vikið. Framfarir hans hafa verið með ólíkindum því hann bætti sig um hálfan metra í langstökki á hverju ári í fjögur ár. Að auki er hann vel frambærilegur spretthlaupari og stekkur tvo metra í hástökki. Hann hefur því alla burði til þess að verða góður tugþrautakappi í framtíðinni en hann einbeitir sér fyrst og fremst að langstökki og þrístökki þessa dagana." Þorsteinn æfði inn á Akureyri á síðasta ári en hann er nemandi í Menntaskólanum á Akureyri. "Ég stefni að því að ná sem lengst en er meðvitaður um að það gerist ekki nema með miklum æfingum."
Íþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira