Verðlaunahafarnir vinna saman 28. ágúst 2005 00:01 Þau undur og stórmerki urðu á Íslandsmótinu í kranastjórnun á föstudag að þeir þrír sem unnu til verðlauna vinna allir hjá sama fyrirtækinu. Heitir það Feðgar ehf og sinnir alhliða byggingaverktöku. Ingi Björnsson hafnaði í fyrsta sæti en það voru faðir hans og afi sem stofnuðu fyrirtækið. Er Ingi smiður að mennt og þriðji smiðurinn í beinan karllegg í fjölskyldunni. Ingi er sonur Björns Bjarnasonar sem aftur er sonur Bjarna Björnssonar. "Þetta var mjög gaman og ég er ánægður með sigurinn," sagði Ingi þegar Fréttablaðið náði af honum tali í gær. Hann hefur gaman af að stjórna krana og segir starfið ekki einmanalegt eins og sumir kunna að halda. "Það er liðin tíð að menn fari upp í kranana, nema kannski þá allra stærstu," segir hann. "Maður er bara niðri með strákunum og stjórnar með fjarstýringu." Feðgar hafa yfir fimm krönum að ráða, eiga þrjá og leigja tvo. Í flotanum er meðal annars Liebherr 42 K1 krani en á slíkum verður keppt á Evrópumeistaramótinu í kranastjórnun sem fram fer í Þýskalandi í haust. Ingi Íslandsmeistari verður vitaskuld okkar fulltrúi þar og sú keppni leggst vel í hann. "Ég hef komið til bæjarins þar sem mótið verður og þekki því aðstæður. Svo erum við með 42 K1 krana þannig að ég get æft mig á honum." Ómar Theodórsson, samstarfsmaður Inga hjá Feðgum, varð annar og vakti árangur hans talsverða athygli þar sem Ómar hefur aðeins sinnt kranastjórnun í fimm mánuði. Í þriðja sæti hafnaði svo Bjarni Bjarnason en hann er einmitt föðurbóðir Inga Íslandsmeistara. Yfir 40 keppendur tóku þátt í þessu fyrsta Íslandsmóti í kranastjórnun, meðal annars einn frá Akureyri. Fréttir Innlent Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Þau undur og stórmerki urðu á Íslandsmótinu í kranastjórnun á föstudag að þeir þrír sem unnu til verðlauna vinna allir hjá sama fyrirtækinu. Heitir það Feðgar ehf og sinnir alhliða byggingaverktöku. Ingi Björnsson hafnaði í fyrsta sæti en það voru faðir hans og afi sem stofnuðu fyrirtækið. Er Ingi smiður að mennt og þriðji smiðurinn í beinan karllegg í fjölskyldunni. Ingi er sonur Björns Bjarnasonar sem aftur er sonur Bjarna Björnssonar. "Þetta var mjög gaman og ég er ánægður með sigurinn," sagði Ingi þegar Fréttablaðið náði af honum tali í gær. Hann hefur gaman af að stjórna krana og segir starfið ekki einmanalegt eins og sumir kunna að halda. "Það er liðin tíð að menn fari upp í kranana, nema kannski þá allra stærstu," segir hann. "Maður er bara niðri með strákunum og stjórnar með fjarstýringu." Feðgar hafa yfir fimm krönum að ráða, eiga þrjá og leigja tvo. Í flotanum er meðal annars Liebherr 42 K1 krani en á slíkum verður keppt á Evrópumeistaramótinu í kranastjórnun sem fram fer í Þýskalandi í haust. Ingi Íslandsmeistari verður vitaskuld okkar fulltrúi þar og sú keppni leggst vel í hann. "Ég hef komið til bæjarins þar sem mótið verður og þekki því aðstæður. Svo erum við með 42 K1 krana þannig að ég get æft mig á honum." Ómar Theodórsson, samstarfsmaður Inga hjá Feðgum, varð annar og vakti árangur hans talsverða athygli þar sem Ómar hefur aðeins sinnt kranastjórnun í fimm mánuði. Í þriðja sæti hafnaði svo Bjarni Bjarnason en hann er einmitt föðurbóðir Inga Íslandsmeistara. Yfir 40 keppendur tóku þátt í þessu fyrsta Íslandsmóti í kranastjórnun, meðal annars einn frá Akureyri.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira