Erlent

Fundað í Washington

George W. Bush Bandaríkjaforseti og Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, hittust í Washington í gær og ræddu stöðu og horfur í landi hins síðarnefnda. Á blaðamannafundi að viðræðum þeirra loknum ítrekaði Bush að ríkisstjórn hans hefði engin áform um hvenær bandarískt herlið sneri aftur heim fyrir fullt og allt. Slíkar áætlanir myndu einungis hvetja uppreisnarmenn til að bíða átekta eftir brotthvarfi hernámsliðsins. Engu skipti þótt andstaða almennings í Bandaríkjunum við hernámið færi vaxandi. Yfir 1.700 bandarískir hermenn hafa fallið í Írak síðan ráðist var þar inn.. Al-Jaafari hafði áður lýst því yfir að hann byggist við að gerð stjórnarskrár landsins myndi ganga vel fyrir sig og þjóðin legði blessun sína yfir hana í atkvæðagreiðslu í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×