Erlent

Opnunartími kjörstaða framlengdur

Kjörstjórn í Íran hefur ákveðið að framlengja opnunartíma kjörstaða í landinu um klukkutíma vegna þess hversu margir bíða eftir því að fá að kjósa, en seinni umferð forsetakosninga fer fram þar í landi. Kjörstaðir voru opnaðir kl. hálffimm í morgun að íslenskum tíma og átti að loka þeim nú klukkan hálfþrjú en því hefur sem sagt verið breytt til hálffjögur. Kosið er á milli tveggja frambjóðenda, umbótasinnans og fyrrverandi forsetans Akbars Rafsanjanis og harðlínumannsins Mahmouds Ahmadinejad.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×