Erlent

Þrettán CIA-menn verði handteknir

Dómari á Ítalíu hefur skipað fyrir um handtöku þrettán útlendinga sem tengjast bandarísku leyniþjónustunni CIA. Þeim er gefið að sök að hafa rænt egypskum kaupsýslumanni á götu í Mílanó og flutt hann nauðugan til Egyptalands þar sem hann var yfirheyrður. Maðurinn var grunaður um tengsl við hryðjuverkamenn og að hafa barist í Afganistan og Bosníu. Hann sætti rannsókn vegna þessa þegar hann hvarf en síðan hefur ekkert til hans spurst fyrir utan tvö stutt símtöl. Dagblaðið Corriere della Sera segir að meðal þeirra sem hafa verið handteknir vegna málsins sé fyrrverandi konsúll Bandaríkjanna í Mílanó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×