Erlent

Geti ekki fækkað hermönnum strax

MYND/AP
Bandaríkin ættu ekki einu sinni að íhuga að fækka hermönnum í Írak næstu árin. Þetta er haft eftir hershöfðngjum innan Bandaríkjahers í Írak í nýjasta tímariti Economist. George Bush Bandaríkjaforseti og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra hafa ítrekað talað um að írakski herinn sé vel á veg kominn til að verja land sitt og Bandaríkjamenn geti hafið brottfluttning í áföngum þegar í upphafi næsta árs. Ástandið í Írak undanfarið gefur hins vegar engin tilefni til bjartsýni og hershöfðingjarnir segja í raun nær lagi að fjölga bandarískum hermönnum í Írak fremur en að fækka þeim. Þeir segja að það muni taka mörg ár að byggja upp heildstæðan írakskan her með góðum stjórnendum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×