Framleiða vörubretti úr pappír 19. júlí 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur heimilað Nýsköpunarsjóði að ganga til samninga um kaup á hlutum í félagi sem áformar að framleiða vörubretti úr endurvinnanlegum pappír í Mývatnssveit. "Athuganir sýna að þetta geti verið hagkvæmur og arðvænlegur kostur. Nýsköpunarsjóður hefur heimildina og metur sjálfstætt nokkra áhættuþætti áður en lengra verður haldið," segir Valgerður. Frá því að starfsemi Kísiliðjunnar í Mývatnssveit var hætt í desember síðastliðnum hefur iðnaðarráðuneytið hugað að því hvort og hvernig unnt væri að nýta mannvirki verksmiðjunnar og reka stoðir undir atvinnulífið í sveitarfélaginu. Til grundvallar lá meðal annars samþykkt ríkisstjórnarinnar frá árinu 2003 um 200 milljóna króna framlag til iðnaðarverkefnis í þágu búsetuþróunar á landsbyggðinni. Framleiðsla á vörubrettum úr endurvinnanlegum pappír var einn þeirra kosta sem talinn var líklegur til að skila árangri og var Nýsköpunarsjóði falið að meta arðsemi og áhættu verkefnisins síðla vetrar. Niðurstaða sjóðsins hefur nú borist iðnaðarráðuneytinu og er hugmynd um pappabrettaverksmiðju talin áhugaverð og arðbær. Stofnkostnaður fyrsta áfanga er áætlaður um 1.800 milljónir króna. "Félagið sem vinnur að þessu verkefni heitir Grænar lausnir og unnið er að þessu í samvinnu við franska aðila," segir Valgerður. Ráðgert er að framleiða hátt í fimm milljónir vörubretta úr 11 þúsund tonnum af úrgangspappír á ári hverju. Þá er ætlunin að nýta húsakost Kísiliðjunnar að einhverju leyti en fyrst og fremst er sóst eftir jarðgufuorkunni til framleiðslunnar. Valgerður segir að í fyrsta áfanga geti verksmiðjan veitt um 20 manns vinnu. "Síðast en ekki síst er þetta gríðarlega umhverfisvænn kostur. Þessi bretti eru léttari og hreinlegri en venjuleg trébretti og handhæg í notkun. Ég er bjartsýn og vona sannarlega að þetta verði að veruleika," segir Valgerður Sverrisdóttir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur heimilað Nýsköpunarsjóði að ganga til samninga um kaup á hlutum í félagi sem áformar að framleiða vörubretti úr endurvinnanlegum pappír í Mývatnssveit. "Athuganir sýna að þetta geti verið hagkvæmur og arðvænlegur kostur. Nýsköpunarsjóður hefur heimildina og metur sjálfstætt nokkra áhættuþætti áður en lengra verður haldið," segir Valgerður. Frá því að starfsemi Kísiliðjunnar í Mývatnssveit var hætt í desember síðastliðnum hefur iðnaðarráðuneytið hugað að því hvort og hvernig unnt væri að nýta mannvirki verksmiðjunnar og reka stoðir undir atvinnulífið í sveitarfélaginu. Til grundvallar lá meðal annars samþykkt ríkisstjórnarinnar frá árinu 2003 um 200 milljóna króna framlag til iðnaðarverkefnis í þágu búsetuþróunar á landsbyggðinni. Framleiðsla á vörubrettum úr endurvinnanlegum pappír var einn þeirra kosta sem talinn var líklegur til að skila árangri og var Nýsköpunarsjóði falið að meta arðsemi og áhættu verkefnisins síðla vetrar. Niðurstaða sjóðsins hefur nú borist iðnaðarráðuneytinu og er hugmynd um pappabrettaverksmiðju talin áhugaverð og arðbær. Stofnkostnaður fyrsta áfanga er áætlaður um 1.800 milljónir króna. "Félagið sem vinnur að þessu verkefni heitir Grænar lausnir og unnið er að þessu í samvinnu við franska aðila," segir Valgerður. Ráðgert er að framleiða hátt í fimm milljónir vörubretta úr 11 þúsund tonnum af úrgangspappír á ári hverju. Þá er ætlunin að nýta húsakost Kísiliðjunnar að einhverju leyti en fyrst og fremst er sóst eftir jarðgufuorkunni til framleiðslunnar. Valgerður segir að í fyrsta áfanga geti verksmiðjan veitt um 20 manns vinnu. "Síðast en ekki síst er þetta gríðarlega umhverfisvænn kostur. Þessi bretti eru léttari og hreinlegri en venjuleg trébretti og handhæg í notkun. Ég er bjartsýn og vona sannarlega að þetta verði að veruleika," segir Valgerður Sverrisdóttir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira