Njósnahneyksli 19. júlí 2005 00:01 Valerie Plame var árum saman njósnari hjá CIA. Hún sinnti leyniverkefnum og beitti AK-47 hríðskotariffli af mikilli færni. En hefur nú látið af störfum eftir að flett var ofan af henni í bandarískum fjölmiðlum. Það er brot á alríkislögum og var hafin rannsókn á lekanum. Blaðamennirnir sem greindu frá upplýsingunum voru þvingaðir til að greina frá uppljóstraranum eða sæta fangelsisvist, sem sumir þeirra kusu reyndar. Og heimildarmaðurinn reyndist vera, Karl Rove, nánasti ráðgjafi og samstarfsmaður Bush Bandaríkjaforseta. Rove hefur aneitað því að vera heimildarmaðurinn, en málið hefur engu að síður valdið miklu fjaðrafoki í Washington. Eiginmaður Plame er Joe Wilson, fyrrverandi sendiherra sem gagnrýndi harðlega fullyrðingar stjórnar Bush um kjarnorkuvopnaeign Íraka. Hvíta húsið átti erfitt með að svara áskökunum hans og svo virðist sem ákveðið hafi verið að grípa til hefnda. Hefndin fólst í því að fletta ofan af Plame og valda þar með uppnámi sem skyggði á gagnrýni Wilsons. Fáir vita um njósnara CIA og því beindist grunur að háttsettum embættismönnum, meðal annars Rove. Talsmenn Hvíta hússins hafa hins vegar ítrekað undanfarin misseri þvertekið fyrir að Rove hefði neitt með málið að gera, en nú virðist sem það sé ekki satt. Blaðamannahersveitin í Hvíta húsinu lítur nú svo á að Scott McClellan, talsmaður Bush og fleiri hafi logið blákalt að fréttamönnum og um leið að þjóðinni. Því er krafist svara með hörku sem ekki hefur sést lengi - líkast til ekki síðan á dögum Lewinsky hneykslis Clintons forseta. Bush forseti hefur áður sagt að hann myndi reka þann sem lak upplýsingunum og í gær sagði hann að réttast væri að bíða þar til rannsókninni lyki áður en ályktanir yrðu dregnar. Hann sagðist ekki þekkja staðreyndir og vill kynna sér þær frá þeim sem rannsaka málið. Hann vill að þessu ljúki sem fyrst og hafi einhver framið glæp mun hann ekki starfa í ríkisstjórninni. Grunur um pólitíska hefndaraðgerð og lygar vekur spurningar um hvort áður hafi verið farið frjálslega með sannleikann í Hvíta húsinu. Tortryggnin í Washington nær nýju hámarki og næsta víst að málinu sé ekki lokið. Erlent Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Valerie Plame var árum saman njósnari hjá CIA. Hún sinnti leyniverkefnum og beitti AK-47 hríðskotariffli af mikilli færni. En hefur nú látið af störfum eftir að flett var ofan af henni í bandarískum fjölmiðlum. Það er brot á alríkislögum og var hafin rannsókn á lekanum. Blaðamennirnir sem greindu frá upplýsingunum voru þvingaðir til að greina frá uppljóstraranum eða sæta fangelsisvist, sem sumir þeirra kusu reyndar. Og heimildarmaðurinn reyndist vera, Karl Rove, nánasti ráðgjafi og samstarfsmaður Bush Bandaríkjaforseta. Rove hefur aneitað því að vera heimildarmaðurinn, en málið hefur engu að síður valdið miklu fjaðrafoki í Washington. Eiginmaður Plame er Joe Wilson, fyrrverandi sendiherra sem gagnrýndi harðlega fullyrðingar stjórnar Bush um kjarnorkuvopnaeign Íraka. Hvíta húsið átti erfitt með að svara áskökunum hans og svo virðist sem ákveðið hafi verið að grípa til hefnda. Hefndin fólst í því að fletta ofan af Plame og valda þar með uppnámi sem skyggði á gagnrýni Wilsons. Fáir vita um njósnara CIA og því beindist grunur að háttsettum embættismönnum, meðal annars Rove. Talsmenn Hvíta hússins hafa hins vegar ítrekað undanfarin misseri þvertekið fyrir að Rove hefði neitt með málið að gera, en nú virðist sem það sé ekki satt. Blaðamannahersveitin í Hvíta húsinu lítur nú svo á að Scott McClellan, talsmaður Bush og fleiri hafi logið blákalt að fréttamönnum og um leið að þjóðinni. Því er krafist svara með hörku sem ekki hefur sést lengi - líkast til ekki síðan á dögum Lewinsky hneykslis Clintons forseta. Bush forseti hefur áður sagt að hann myndi reka þann sem lak upplýsingunum og í gær sagði hann að réttast væri að bíða þar til rannsókninni lyki áður en ályktanir yrðu dregnar. Hann sagðist ekki þekkja staðreyndir og vill kynna sér þær frá þeim sem rannsaka málið. Hann vill að þessu ljúki sem fyrst og hafi einhver framið glæp mun hann ekki starfa í ríkisstjórninni. Grunur um pólitíska hefndaraðgerð og lygar vekur spurningar um hvort áður hafi verið farið frjálslega með sannleikann í Hvíta húsinu. Tortryggnin í Washington nær nýju hámarki og næsta víst að málinu sé ekki lokið.
Erlent Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira