Innlent

Minkar í Laugarnesinu

Minkurinn er ekki jafnskæður fuglabani og kötturinn sem mörgum finnst sjálfsagt að hafa heima í stofu. Hrafn Gunnlaugsson ákvað þó að kalla til meindýraeiði þegar læða og yrðlingar gerðu sig heimakomin á Laugarnesinu. Minkurinn á það til að leita innan marka höfuðborgarinnar fannst minkagreni í fjörunni á lóð Hrafns Gunnlaugssonar, kvikmyndagerðarmanns, í Lauganesinu í síðustu viku þar sem bjó læða með fjóra hvolpa. Hrafn sagði að fuglalífið við hús sitt sé nánast horfið eftir að minkar tóku sér bólfestu á lóð hans. Páll Hersteinsson, hjá Líffræðistofnun Háskóla Íslands, segir minkum hafa farið fjölgandi síðan þeir komu fyrst til landsins fyrir um 70 árum en með sveiflum þó. Minkurinn heldur sig vanalega í nálægð við sjóinn eða ferskvatn þar sem nóg er af æti en hann er töluverður tækifærissinni í fæðuvali. Komist hann til dæmis í þétt fuglavarp fer hann óhræddur í ungana og var ungviðið á lóðinni hjá Hrafni fljótt að hverfa. Hrafn segist þó frekar kjósa fuglasönginn og fékk því Guðmund Björnsson, meindýraeyði, til að ráða niðurlögum minkanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×