Innlent

Nýr ritstjóri Stúdentablaðsins

Magnús Björn Ólafsson stjórnmálafræðinemi hefur verið ráðinn ritstjóri Stúdentablaðsins næsta vetur og tekur við af Helgu Arnardóttir. Sjö sóttu um starfið. Magnús hóf að skrifa greinar í blaðið á vorönn 2004 og var í ritstjórn blaðsins síðasta vetur. Stúdentablaðið, sem varð varð nýverið áttatíu ára, kemur út mánaðarlega yfir veturinn og hefur undanfarin ár verið dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×