Erlent

Tíu drepnir í Írak

Írakskir uppreisnarmenn myrtu í morgun tíu manns sem voru á leiðinni í herstöð Bandaríkjamanna í borginni Bakúba. Árásarmennirnir voru á tveim bílum og sátu fyrir lítilli rútu, sem var á leiðinni í herstöðina. Þeir skutu alla sem voru í rútunni til bana, en auk þess létust þrír óbreyttir borgarar þegar rútan rann stjórnlaus á bíl þeirra í kjölfar skotárásarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×