Innlent

Erfitt að flytja inn vinnuafl

Erfiðlega gengur að fá leyfi fyrir erlendu vinnuafli í störf sem Íslendingar vilja ekki vinna. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að breytinga sé að vænta. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir ríkið hafa mörgum skyldum að gegna við að flytja inn fólk hingað til lands og því hægara sagt en gert að hleypa hér inn fólki án þess að gera nokkrar ráðstafanir. Gissur segir að ekki megi gleyma að um fólk sé að ræða en ekki einungis vinnuafl. Því sé að mörgu að huga eins og aðbúnaði, hugsanlegri íslenskukennslu,  húsnæði og öðru sem lýtur að daglegu lífi og þjóðfélagsþáttöku. Gissur segir Vinnumálastofnun vera með í athugun um þessar mundir hvort ekki sé á einhvern hátt hægt að einfalda hlutina vegna gríðarlegs skorts og eftirspurnar eftir starfsfólki til að mynda í byggingarvinnu víðs vegar um landið, aðallega þó á höfuðborgarsvæðinu. Hvenær nákvæmlega af því verður, segir Gissur þó of snemmt að segja til um en verið sé að vinna í málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×