Sport

Þrjú Íslandsmet í undanrásum

Íslandsmótið í sundi hófst í Laugardalslauginni í dag. 200 sundmenn keppa en mótið núna verður fyrsta Íslandsmótið í 50 metra innilaug. Úrslitin í dag hefjast klukkan 16.30 en Íslandsmeistararar verða krýndir í 14 greinum í dag.  Þrjú Íslandsmet féllu í undanrásum í morgun. Anja Ríkey Jakobsdóttir bætti met Kolbrúnar Ýrar Kristjánsdóttur í 50 metra baksundi um 7 hundraðshluta úr sekúndu, synti á 30,69 sekúndum. Íslandsmetið í 50 metra bringusundi var tvíbætt. Fyrst bætti Jón Oddur Sigurðsson, Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, eigið met um 18 hundraðshluta úr sekúndu þegar hann synti á 29,13 sekúndum. Í næsta riðli á eftir bætti Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi metið um 2 hundraðshluta úr sekúndu, synti á 29,11 sekúndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×