Innlent

Fengu 5.000 krónur í laun á viku

Fulltrúar frá stéttarfélagi Vökuls á Hornafirði höfðu fyrir nokkru afskipti af störfum fjögurra þýskra stúlkna sem unnu á kaffihúsi á Breiðdalsvík á mun lægri töxtum en íslenskir kjarasamningar segja til um. Hættu stúlkurnar allar störfum í kjölfarið. Að sögn Hjördísar Þóru Sigurþórsdóttur, formanns Vökuls, voru stúlkurnar hér á launum samkvæmt þýskum námssamningi sem gaf þeim rúmar fimm þúsund krónur í laun á viku. Eigandi kaffihússins, kona sem sjálf er af erlendu bergi brotin, taldi að þeir giltu hér á landi. Í ljós kom að svo var ekki og brást eigandinn skjótt við tilmælum stéttarfélagsmanna. Aðspurð sagðist hún ekki hafa þekkt íslenska kjarasamninga til hlítar. Nú starfar aðeins ein erlend stúlka hjá henni en sú er tilheyrir fjölskyldunni og fær greitt samkvæmt lögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×