Innlent

Skýrar reglur um greftrun ungbarna

Mjög skýrar reglur eru á Íslandi um hvað er gert við fóstur og börn sem fæðast andvana. Ekki eru taldar neinar líkur á að þær reglur séu brotnar, eins og gert var á sjúkrahúsi í París. Í fréttum Stöðvar tö í gær var skýrt frá því að yfir 300 fóstur og lík barna sem fæðst höfðu andvana fundust geymd í formalíni á virtu sjúkrahúsi í París. Líkin höfðu hvorki verið brennd né grafin, eins og foreldrum barnanna var sagt. Að sögn Landlæknisembættisins eru mjög skýrar reglur um þessi mál hér á landi. Til eru söfn af líffærum, til dæmis á Rannsóknarstofu Háskólans. Sömu sögu er að segja um alla háskóla og læknadeildir. Slík geymsla er þó aðeins með leyfi aðstandenda. Hér á landi er sá háttur stundum hafður á að andvana börn eru sett í kistur með öðrum sem verið er að jarðsetja. Algengara er þó að foreldrar vilji hafa sinn sérstaka minningarreit og til þess er sérstakur reitur í Fossvogskirkjugarði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×