Innlent

Árni nýtur stuðnings þingflokksins

Þingflokkur Framsóknarflokksins er fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sama réttar til ættleiðinga og tæknifrjóvgana og aðrir. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill, líkt og dómsmálaráðherra, ekki tjá sig um málið. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra kom með eftirfarandi yfirlýsingu um helgina í ræðu sem hann flutti á gay pride hátíðahöldunum: "Baráttumál homma og lesbía er að öðlast fullan rétt á við gagnkynhneigða til fjölskylduþátttöku. Ég styð það sjónarmið heilshugar og mun halda áfram, og ég mun halda áfram að beita mér fyrir því, í fullri samvinnu við ykkur." Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, neitaði að tjá sig um málið þegar Fréttastofa hafði samband við hann í dag líkt og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, gerði fyrir helgi. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, er ánægður með framtakssemi félagsmálaráðherra og segir yfirlýsingu hans vera í samræmi við ályktun flokksþings Framsóknarflokksins. Hann segir yfirlýsinguna vera tímabæra. Hann segir Árna hafa hefur fullan stuðning þingflokksins. Á síðasta flokksþingi var ályktað í þessa átt og þessa veru. Eitt af því sem Framsóknarflokkurinn vill beita sér fyrir er janfræði allra. Hann telur enga ástæðu til þess að ætla að erfitt verði að fá Sjálfstæðisflokinn í lið með Framsóknarflokknum. Hann hefur einnig trú á því að það náist góð lending í þessu máli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×