Óstundvísin á sér langa sögu 8. ágúst 2005 00:01 Icelandair hefur svo mánuðum skiptir verið með óstundvísustu flugfélögum Evrópu. Upplýsingafulltrúinn segir félagið hins vegar vera í mjög góðum málum. Icelandair var óstundvísasta flugfélag Evrópu á flugleiðum innan Evrópu á öðrum ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt nýútkominni skýrslu Sambands evrópskra flugfélaga. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þetta hefði enga þýðingu fyrir orðspor Icelandair af eftirfarandi ástæðu: "ef listi yrði birtur aftur í tímann væri félagið í góðum málum." Þessi ummæli Guðjóns eru mjög athyglisverð, ef skoðaðir eru stundvísilistar aftur í tímann. Þannig var Icelandair í öðru sæti á óstundvísilista yfir evrópsk flugfélög hvað varðar komutíma á fyrsta fjórðungi þessa árs og í 20. af 27 félögum yfir brottfararstundvísi. Og ástandið lagast ekkert ef litið er á óstundvísi í fyrra. Þá var Icelandair óstundvísasta flugfélag Evrópu þegar litið er til komutíma og það fjórða óstundvísasta þegar kom að brottförum. Félagið hefur á undanförnum 18 mánuðum verið eitt allra óstundvísasta flugfélag Evrópu og þess athyglisverðari eru ummæli Guðjóns sem vitnað var til hér að framan og ennfremur það sem haft var eftir upplýsingafulltrúa Icelandair í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær um að Icelandair hefði í gegnum tíðina staðið sig vel hvað stundvísi varðar og oftar en ekki verið í einu af efstu sætunum í þessum könnunum. Þau ummæli eiga klárlega ekki við síðustu mánuði og ár. Fréttir Innlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Icelandair hefur svo mánuðum skiptir verið með óstundvísustu flugfélögum Evrópu. Upplýsingafulltrúinn segir félagið hins vegar vera í mjög góðum málum. Icelandair var óstundvísasta flugfélag Evrópu á flugleiðum innan Evrópu á öðrum ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt nýútkominni skýrslu Sambands evrópskra flugfélaga. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þetta hefði enga þýðingu fyrir orðspor Icelandair af eftirfarandi ástæðu: "ef listi yrði birtur aftur í tímann væri félagið í góðum málum." Þessi ummæli Guðjóns eru mjög athyglisverð, ef skoðaðir eru stundvísilistar aftur í tímann. Þannig var Icelandair í öðru sæti á óstundvísilista yfir evrópsk flugfélög hvað varðar komutíma á fyrsta fjórðungi þessa árs og í 20. af 27 félögum yfir brottfararstundvísi. Og ástandið lagast ekkert ef litið er á óstundvísi í fyrra. Þá var Icelandair óstundvísasta flugfélag Evrópu þegar litið er til komutíma og það fjórða óstundvísasta þegar kom að brottförum. Félagið hefur á undanförnum 18 mánuðum verið eitt allra óstundvísasta flugfélag Evrópu og þess athyglisverðari eru ummæli Guðjóns sem vitnað var til hér að framan og ennfremur það sem haft var eftir upplýsingafulltrúa Icelandair í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær um að Icelandair hefði í gegnum tíðina staðið sig vel hvað stundvísi varðar og oftar en ekki verið í einu af efstu sætunum í þessum könnunum. Þau ummæli eiga klárlega ekki við síðustu mánuði og ár.
Fréttir Innlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira