Mikill jarðgangaáhugi á þingi 4. maí 2005 00:01 Verktökum verður frjálst að nota risaborvélar, eins og nú eru í Kárahnjúkum, við borun vegganga. Þetta sagði samgönguráðherra í svari við einni af fjórum fyrirspurnum um jarðgöng sem hann svaraði á Alþingi í dag. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra byrjaði reyndar á því að vekja athygli á þessum mikla jarðgangaáhuga. Hann sagði í dag svaraði hann sex fyrirspurnum, en fjórar þeirra snerust um jarðgöng. Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, spurði hvort ráðherra hefði kannað kosti þess að nýta risabora eins og eru nú við Kárahnjúka við gerð lengri vegganga á Íslandi. Ráðherrann svaraði því til að verktökum yrði frjálst að nota þá tækni sem þeir vildu til að gera sem ódýrust göng. Þegar kæmi að útboði næstu jarðganga gæfist verktökum færi á að nýta og bjóða fram þá tækni sem þeir teldu henta. Þingmenn nefndu jarðgangafernu á Miðausturlandi, milli Norðfjarðar, Eskifjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs og einnig Vaðlaheiðargöng. Næsta fyrirspurn var frá Kristni H. Gunnarssyni, sem spurði hvernig miðaði undirbúningi að jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Ráðherra lýsti því yfir að þau væru næst í röðinni. Þingmenn nefndu að samhliða yrði að ákveða göng undir Dynjandisheiði. Kristinn H. spurði einnig um jarðgöng til Bolungarvíkur. Ráðherra líst vel á þau. Hann sagði að ef litið yrði til framtíðar væri ekki ólíklegt að jarðgöng myndu leysa Óshlíðarveg af hólmi. Þingmenn nefndu líka Súðavíkurgöng. Þá spurði Kristinn H. hvort leiðinni um Strákagöng til Siglufjarðar yrði haldið opinni allt árið eftir að Héðinsfjarðargöng væru komin og varð úr snörp rimma, aðallega milli stjórnarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi þá hins vegar fyrir tvískinnung. Hann sagði að þetta væru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem sem væri með í höndunum vegaáætlun sem væri skorin niður um tæpa sex milljarða króna á þriggja ára tímabili. Honum fyndist að það hlytu að vera einhver takmörk fyrir því hversu langar umræður og margar fyrirspurnir menn gætu lagt fram um óskalista sína þegar þeir bæru á því pólitíska ábyrgð að skera niður framlög til vegamála. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira
Verktökum verður frjálst að nota risaborvélar, eins og nú eru í Kárahnjúkum, við borun vegganga. Þetta sagði samgönguráðherra í svari við einni af fjórum fyrirspurnum um jarðgöng sem hann svaraði á Alþingi í dag. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra byrjaði reyndar á því að vekja athygli á þessum mikla jarðgangaáhuga. Hann sagði í dag svaraði hann sex fyrirspurnum, en fjórar þeirra snerust um jarðgöng. Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, spurði hvort ráðherra hefði kannað kosti þess að nýta risabora eins og eru nú við Kárahnjúka við gerð lengri vegganga á Íslandi. Ráðherrann svaraði því til að verktökum yrði frjálst að nota þá tækni sem þeir vildu til að gera sem ódýrust göng. Þegar kæmi að útboði næstu jarðganga gæfist verktökum færi á að nýta og bjóða fram þá tækni sem þeir teldu henta. Þingmenn nefndu jarðgangafernu á Miðausturlandi, milli Norðfjarðar, Eskifjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs og einnig Vaðlaheiðargöng. Næsta fyrirspurn var frá Kristni H. Gunnarssyni, sem spurði hvernig miðaði undirbúningi að jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Ráðherra lýsti því yfir að þau væru næst í röðinni. Þingmenn nefndu að samhliða yrði að ákveða göng undir Dynjandisheiði. Kristinn H. spurði einnig um jarðgöng til Bolungarvíkur. Ráðherra líst vel á þau. Hann sagði að ef litið yrði til framtíðar væri ekki ólíklegt að jarðgöng myndu leysa Óshlíðarveg af hólmi. Þingmenn nefndu líka Súðavíkurgöng. Þá spurði Kristinn H. hvort leiðinni um Strákagöng til Siglufjarðar yrði haldið opinni allt árið eftir að Héðinsfjarðargöng væru komin og varð úr snörp rimma, aðallega milli stjórnarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi þá hins vegar fyrir tvískinnung. Hann sagði að þetta væru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem sem væri með í höndunum vegaáætlun sem væri skorin niður um tæpa sex milljarða króna á þriggja ára tímabili. Honum fyndist að það hlytu að vera einhver takmörk fyrir því hversu langar umræður og margar fyrirspurnir menn gætu lagt fram um óskalista sína þegar þeir bæru á því pólitíska ábyrgð að skera niður framlög til vegamála.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira