Innlent

Aftur kominn á sjúkrahús

Daníel Guðmundur Hjálmtýsson, sem slasaðist þegar hann kastaðist úr hraðfleygu tívolítæki síðasta mánudag í Torremolinos á Spáni, er kominn á einkasjúkrahús þar í landi en hann slasaðist nokkuð á höfði, baki og öxlum. Daníel hafði sjálfur farið af sjúkrahúsinu sem hann var sendur á og látið koma sér fyrir uppi á hótelherbergi. Þar sem hann var mjög kvalinn í gær að sögn samferðarmanna var afráðið að hann færi á einkaspítala. Að sögn sjónarvotta má Daníel teljast afar heppinn en hann hlaut ekki heilaskaða og er hvergi brotinn. Móðir hans kom til hans í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×