Erlent

Tveir dóu í bílsprengjuárás

Öflug bílsprengja var sprengd fyrir utan veitingastað í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í gær og létust tveir í tilræðinu. Auk þeirra sem létust slösuðust ellefu manns í sprengingunni, flestir voru þeir gestir Hollywood-veitingastaðarins. Hann er skammt frá húsakynnum héraðsstjórnarinnar þar sem Alu Alkhanov forseti fundaði með undirmönnum sínum. Interfax-fréttastofan greindi frá því að lögregla hefði stöðvað umferð til og frá borginni vegna árásarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×