Innlent

Styrktur til rannsókna á ufsa

Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur veitt Hlyni Ármannssyni líffræðingi hálfrar milljónar króna styrk til framhaldsnáms í fiskifræði. Í tilkynningu frá LÍÚ segir að um sé að ræða árlegan styrk sem veittur hafi verið í fyrsta sinn árið 1998. Styrkurinn er ætlaður náttúrufræðingum sem hafa lokið eða eru að ljúka grunnnámi í háskóla og hyggjast hefja framhaldsnám erlendis á næsta skólaári. Hlynur mun stunda nám til meistaraprófs við Háskóla Íslands undir leiðsögn Guðrúnar Marteinsdóttur prófessors. Námið fer að hluta til fram við Dalhousie-háskóla í Kanada, en rannsóknarverkefni Hlyns fjallar um far og útbreiðslu ufsa við Ísland og Kanada.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×