Erlent

Frusu til bana fyrir flugslys

Allir sem voru um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst nærri Aþenu í gær virðast hafa frosið til bana og voru látnir þegar vélin skall á fjallinu. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmönnum úr gríska varnarmálaráðuneytinu. Þá greindu kýpversk yfirvöld frá því að af þeim 121 sem lést í slysinu hefðu 104 verið kýpverskir en auk þess voru 12 Grikkir um borð, fjögurra manna armensk fjölskylda og þýskur flugmaður. Vélin var á leið frá Larnaca á Kýpur til Prag með viðkomu í Aþenu þegar slysið varð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×