Innlent

Stunda sjóböð á hverjum sunnudagsmorgni

Tilhugsunin um að stinga sér til sunds við strendur Íslands gefur mörgum hroll. Því er þó ekki svo farið með meðlimi í sjósundsfélaginu "Skítkalt" sem mæta stundvíslega klukkan ellefu á hverjum sunnudagsmorgni til að stinga sér til sunds við Gróttu.  Hiti lofts og sjávar var rétt yfir frostmark í morgun þegar þessir sundfélagar stungu sér til sunds. Eflaust fer hrollur um marga við tilhugsunina en sjósundsfólk kallar ekki allt ömmu sína. Meðlimir félagsins segja sjósundið vera allra meina bót og gera þeim gott sem það stunda. Nánar verður sagt frá sjósundi og sjósundsiðkendum í kvöldfréttum NFS í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×