Innlent

Róleg nótt hjá lögreglu víða um land

Nóttin var tíðindalítil hjá lögreglunni víða um land. Brotist var inn í bensínstöðina í Garðinum og nokkrum sígarettupökkum stolið. Lögreglan hafði afskipti af tveimur unglingspiltum síðar um nóttina sem viðurkenndu að hafa brotist inn ásamt þremur öðrum strákum. Nóttin var sömuleiðis róleg á höfuðborgarsvæðinu en tveir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni í Kópavogi nú í morgunsárið, grunaðir um ölvun við akstur. Þá varð árekstur á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis í gærkvöldi. Áreksturinn var sérlegar harður en bílarnir skullu saman á steypustólpa sem féll niður. Mikið mildi þykir að engin slys hafi orðið á fólki en í miðbænum er 30 kílómetra hámarkshraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×