Góð en hljóðlát þingmál 11. desember 2005 06:00 Alþingi lauk störfum síðastliðið föstudagskvöld eftir heldur stranga viku og langa þingfundi. Frumvarp þingmanna allra flokka um breytingar á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og virðisaukaskatt lætur lítið yfir sér en það var afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir helgi. Í huga margra þingmanna er þetta eitt mikilsverðasta afrek þingsins. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði að lagabreytingin væri mikið sanngirnismál og réttarbót. Í stuttu máli fela lagabareytingarnar í sér afnám ákvæða um lágmarkssektir vegna vanskila á virðisaukaskatti en þær námu tvöfaldri vangoldinni skattfjárhæð. Mörg dæmi eru þess að einstaklingar hafi sætt afarkostum í þessu efni þrátt fyrir eindregna viðleitni til þess að standa skil á vörslufé. Dómarar hafa þannig neyðst til þess að dæma mann, sem skilað hefur 15 af 20 milljóna króna vanskilaskuld, í 40 milljóna króna fjársekt. Með lagabreytingunum fyrir helgina er dómurum fært valdið til þess að meta hæfilega refsingu og taka meðal annars mið af málsbótum. Ástæður vanskila geta verið af ýmsum toga. Markaðir bregðast, samkeppni kollsiglir rekstri og vankunnátta eða veikindi geta orsakað greiðsluþurrð. Fyrir helgina vofði yfir þessum einstaklingum sekt að lágmarki tvöföld skattfjárhæðin sem varla getur falið í sér hvatningu fyrir viðkomandi til þess að glíma við aðsteðjandi rekstrarvanda. Í greinargerð með frumvarpinu stendur einmitt að það hljóti að vera allra hagur, jafnt innheimtuaðila sem gjaldenda að löggjöfin feli í sér hvatningu til þess að upplýsa um stöðu mála og gera upp skuldir. Mikilvægi þingmála fer ekki alltaf saman við hávaðann sem þeim fylgir í þingsölum eða fjölmiðlum. Innlent Stj.mál Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Alþingi lauk störfum síðastliðið föstudagskvöld eftir heldur stranga viku og langa þingfundi. Frumvarp þingmanna allra flokka um breytingar á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og virðisaukaskatt lætur lítið yfir sér en það var afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir helgi. Í huga margra þingmanna er þetta eitt mikilsverðasta afrek þingsins. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði að lagabreytingin væri mikið sanngirnismál og réttarbót. Í stuttu máli fela lagabareytingarnar í sér afnám ákvæða um lágmarkssektir vegna vanskila á virðisaukaskatti en þær námu tvöfaldri vangoldinni skattfjárhæð. Mörg dæmi eru þess að einstaklingar hafi sætt afarkostum í þessu efni þrátt fyrir eindregna viðleitni til þess að standa skil á vörslufé. Dómarar hafa þannig neyðst til þess að dæma mann, sem skilað hefur 15 af 20 milljóna króna vanskilaskuld, í 40 milljóna króna fjársekt. Með lagabreytingunum fyrir helgina er dómurum fært valdið til þess að meta hæfilega refsingu og taka meðal annars mið af málsbótum. Ástæður vanskila geta verið af ýmsum toga. Markaðir bregðast, samkeppni kollsiglir rekstri og vankunnátta eða veikindi geta orsakað greiðsluþurrð. Fyrir helgina vofði yfir þessum einstaklingum sekt að lágmarki tvöföld skattfjárhæðin sem varla getur falið í sér hvatningu fyrir viðkomandi til þess að glíma við aðsteðjandi rekstrarvanda. Í greinargerð með frumvarpinu stendur einmitt að það hljóti að vera allra hagur, jafnt innheimtuaðila sem gjaldenda að löggjöfin feli í sér hvatningu til þess að upplýsa um stöðu mála og gera upp skuldir. Mikilvægi þingmála fer ekki alltaf saman við hávaðann sem þeim fylgir í þingsölum eða fjölmiðlum.
Innlent Stj.mál Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira