Innlent

Fimmtíu ára Nóbelsafmæli

Ragnhildur Gísladóttir.  Tónlistarflutningur setti sterkan svip á afmælisdaginn.
Ragnhildur Gísladóttir. Tónlistarflutningur setti sterkan svip á afmælisdaginn.

Þess var minnst í Þjóðmenningarhúsinu í gær að fimmtíu ár eru liðin frá því að Halldór Laxness fékk bókmenntaverðlaun Nóbels. Fjöldi fólks fylgdist með fjölskrúðugri hátíðardagskrá sem hófst klukkan ellefu og stóð fram á kvöld.

Tónlistarflutningur af ýmsu tagi setti stóran svip á dagskrána, en einnig var efnt til málþings þar sem meðal annars var fjallað um viðtökur við verkum Halldórs Laxness fyrir og eftir Nóbelsverðlaunin. Um kvöldið lásu síðan skáldin í Nýhil-hópnum úr verkum sínum undir yfirskriftinni "Unglingarnir í skóginum".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×