Innlent

Klippa þurfti farþega út úr bíl

Árekstur við Ingólfsfjall. Bifreiðarnar þrjár eru taldar nánast ónýtar eftir áreksturinn.
Árekstur við Ingólfsfjall. Bifreiðarnar þrjár eru taldar nánast ónýtar eftir áreksturinn.

Alvarlegur árekstur varð á Suðurlandsvegi í gær þegar þrír jeppar lentu saman og þurfti að loka veginum í hátt á þriðja tíma. Áreksturinn varð klukkan 15.30 til móts við Þórustaði í Ölfusi. Klippa þurfti ökumann einnar bifreiðarinnar út úr bílnum. Fimm manns þurfti að flytja á sjúkrahús, þar af tvo alvarlega slasaða.

Að sögn Hlyns Þorsteinssonar, læknis á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, var þó enginn þeirra lífshættulega slasaður. "Fjórum bílum var ekið til vesturs, sá fremsti beygði til vinstri inn á afleggjarann að Þórustöðum. Sá sem aftast ók áttaði sig ekki í tíma á því að röðin hafði nánast stöðvast og ók á ökutækið fyrir framan," segir Svanur Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi, um tildrög árekstursins. "Sá sem ekið var aftan á fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti framan á jeppling sem ekið var til austurs. Úr varð hörkuárekstur," segir Svanur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×