Innlent

Starfsemi Leifsstöðvar raskast

Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áform um stækkun og breytingar á flugstöðinni hafa verið endurskoðuð.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áform um stækkun og breytingar á flugstöðinni hafa verið endurskoðuð.

Framkvæmdum á norðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar mun ekki ljúka 2006 eins og áformað var. Ekki er búist við verklokum fyrr en 1. mars 2007. Þetta var tilkynnt á kynningar­fundi sem haldinn var í flugstöðinni í gær.

Þar kom fram að stækkun og breytingar á norðurbyggingu flugstöðvarinnar hefðu verið endurskoðaðar og að framkvæmdirnar yrðu umfangsmeiri en áður var áformað. Framkvæmdirnar munu hafa umtalsverð áhrif á starfsemina í flugstöðinni á meðan á þeim stendur. Núverandi inngangi farþega um vopnarleitarhlið á fyrstu hæð, inn í brottfararsal á annarri hæð, verður lokað og jafnframt verður bráðabirgðainngangur fyrir farþega opnaður. Til stendur að hann verði notaður fram á næsta ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×