Innlent

Aðeins einn sagði já

Arna Schram formaður Blaðamanna­félags Íslands.
Arna Schram formaður Blaðamanna­félags Íslands.

Aðeins einn félagi í Blaðamannafélagi Íslands greiddi atkvæði með nýjum kjarasamningi félagsins við 365 ljósvakamiðla. Alls tóku fjórir þátt í atkvæðagreiðslunni og skiluðu hinir þrír auðu. Það var þó ekki þetta eina atkvæði sem réði því að samningarnir voru samþykktir því tuttugu prósenta kjörsókn þarf svo að greidd atkvæði ráði niðurstöðum. Þar sem kjörsókn var nokkuð fjarri þeim mörkum skoðast samningurinn samþykktur.

Ræður því reglan: Þögn er sama og samþykki. Heldur fleiri greiddu atkvæði um samning Blaðamannafélagsins við 365 prentmiðla og Árvakur þó kjörsókn væri aðeins rétt yfir löglegum mörkum. 204 voru á kjörskrá og greiddu 57 atkvæði eða 28 prósent. 42 (73,5%) sögðu já en 14 (24,5%) sögðu nei. Einn seðill var auður.

Arna Schram, formaður Blaðamannafélagsins, segist gjarna viljað að fleiri hefðu tekið þátt í atkvæðagreiðslunni en lítur svo á að félagsmönnum hafi almennt hugnast samningurinn. "Ég geri ráð fyrir að félagsmenn hafi kynnt sér samningana fyrir fram og hlýt að líta svo á að þögn sé sama og samþykki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×