Innlent

Þurfa að borga tæpa milljón

Skipstjóri á Suðurnesjum og starfsmaður útvegsfyrirtækis hafa verið dæmdir til að greiða 400.000 krónur hvor um sig fyrir fiskveiðibrot. Skipstjórinn lét hjá líða að færa í afla­dag­bók afla úr veiði­ferð sem far­in var í byrj­un maí frá Grinda­­vík og pass­aði ekki upp á að 431 kíló af löngu yrði vikt­að með öðr­um afla á hafnarvigt.

Starfsmaður fyrirtækisins sá um að vikt­aður yrði þorsk­ur sem veidd­ist en kar með löng­unni var sett beint á bíl og ofan á það var sett annað með ónýtum netum. Veiðieftirlitsmenn Fiskistofu urðu vitni að svindlinu og kölluðu til lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×