Erlent

Þak sundhallar hrundi saman

Ekki stendur steinn yfir steini. Fjórtán dóu þegar þak sundhallarinnar hrundi.
Ekki stendur steinn yfir steini. Fjórtán dóu þegar þak sundhallarinnar hrundi.

Þak sundhallar í bænum Chusovoi í Perm-héraði í Úralfjöllum í Rússlandi gaf sig á sunnudaginn með þeim afleiðingum að fjórtán laugargestir biðu bana, þar af tíu börn. Ellefu liggja stórslasaðir á sjúkrahúsi. Laugin var full af fólki sem leitaði skjóls frá frosthörkunum með því að baða sig í ylvolgu vatninu þegar steinsteypa og stálbitar féllu ofan á það.

Embættismenn sem rannsaka slysið segja að steypan hafi verið úr afar lélegu efni og því hafi þakið gefið sig undan snjóþunga. Í febrúar á síðasta ári dóu 28 manns þegar þak sundhallar í Moskvu hrundi.


Tengdar fréttir

Sænsk kona skaut feðga

Kona á sextugsaldri á Skáni í Svíþjóð skaut á dögunum fyrrverandi kærasta sinn, sem er á fimmtugsaldri, og sjötugan föður hans þegar hann kom syni sínum til aðstoðar. Mennirnir eru ekki illa særðir. Konan flúði af vettvangi á bíl en náðist skömmu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×