Erlent

Sænsk kona skaut feðga

Kona á sextugsaldri á Skáni í Svíþjóð skaut á dögunum fyrrverandi kærasta sinn, sem er á fimmtugsaldri, og sjötugan föður hans þegar hann kom syni sínum til aðstoðar. Mennirnir eru ekki illa særðir. Konan flúði af vettvangi á bíl en náðist skömmu síðar.

Hún verður ákærð fyrir árásina og fyrir að hafa haft skotvopn um hönd án leyfis. Sænskir vefmiðlar hafa eftir lögreglunni að konan hafi skotið mennina í dæmigerðu afbrýðisemiskasti en ekki er útskýrt nánar hver orsök afbrýðiseminnar var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×