Innlent

Allt að 50% munur

Bónus var oftast með lægsta verðið í verðkönnun Alþýðusambands Íslands á bökunarvörum og jólakökum í ellefu verslunum sem gerð var í gær.

Reyndist mest vera 62 prósenta verðmunur á hæsta og lægsta verði vörukörfu með tíu algengum vörum til baksturs og í yfir helmingi tilfella reyndist vera yfir 50 prósenta verðmunur á jólakökum. Var verslun 10/11 oftast með hæsta verð í báðum flokkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×