Innlent

Svifryk yfir mörkum

Svifryk mældist í gær yfir umhverfismörkum í Reykja­vík, að því er fram kemur hjá Mengunarvörnum Umhverfis­sviðs. Búist er við áframhaldandi stilltu veðri og því er útlit fyrir að magn svifryks í andrúmslofti verði áfram yfir umhverfismörkum.

Umhverfissvið Reykja­víkur­borgar vekur athygli á að hyggi­legt er, fyrir þá sem eru með viðkvæm öndunarfæri, að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum. Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×