Innlent

Endurnýjuð trú á réttarkerfið

Hnífur. Vopnið sem notað var við árásina á leigubílstjórann kom ekki fram við rannsókn lögreglu á málinu.
Hnífur. Vopnið sem notað var við árásina á leigubílstjórann kom ekki fram við rannsókn lögreglu á málinu.

Aðalmeðferð í máli leigubílstjóra, sem ráðist var á og hann skorinn á háls aðfaranótt þriðjudagsins 27. júlí í fyrra, hófst í gærmorgun með vettvangskönnun í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem árásin átti sér stað. Maðurinn sem sakaður er um árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok febrúar á þessu ári, en í byrjun október ógilti Hæstiréttur þann dóm og vísaði málinu á ný heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar.

Taldi Hæstiréttur ekki annmarka á rannsókn lögreglu í málinu, líkt og Héraðsdómur auk þess sem dómurinn hefði átt að kanna frekar ákveðna þætti sem fram komu í málinu. Í leigubílnum voru fjórir menn og átti túrinn að kosta tæpar 2.000 krónur.

Ásgeir Elíasson, leigubílstjórinn sem fyrir árásinni varð, fagnaði þá ákvörðun Hæstaréttar og kvaðst hafa fengið endurnýjaða trú á réttarkerfið. Hann segist enn vera að fóta sig eftir árásina, en slapp þó ótrúlega vel. Skurðurinn sem hann fékk í árásinni var sextán sentímetra langur og sauma þurfti í hann 56 spor. Mennirnir sem voru í leigubílnum eru allir fæddir á árunum 1947 til 1956, hafa komið við sögu lögreglu og voru undir áhrifum vímuefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×