Innlent

Fékk sjö mán­aða fangelsi

Síbrotamaður var dæmdur í sjö mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Með honum var dæmd ung stúlka fyrir þátttöku í brotunum, en sökum aldurs var hún dæmd í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár.

Maðurinn var dæmdur fyrir innbrot í húsnæði Skotfélags Ólafsfjarðar, innbrot í skóla á Dalvík, brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni og fleira til. Þá var maðurinn dæmdur fyrir margvíslegan smáþjófnað, en hann hafði meðal annars hnuplað fartölvum, íslenska fánanum, radarvara, stafrænni myndavél og fleiru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×