Innlent

Verkfæri sem mun gagnast

Árni Magnússon félagsmálaráðherra vonast til að frumvarpið verði samþykkt fyrir jól.
Árni Magnússon félagsmálaráðherra vonast til að frumvarpið verði samþykkt fyrir jól.

Árni Magnússon félagsmálaráðherra lagði í gær fram á þingi frumvarp til laga um starfsmannaleigur og vonaðist ráðherrann til að frumvarpið yrði samþykkt fyrir jólahlé þingmanna. Frumvarpið gerir ráð fyrir að starfsemi starfsmannaleiga hérlendis verði í framtíðinni skylt að tilkynna Vinnumálastofnun sem hafi völd til að ganga reglulega úr skugga um að lögum og reglum í landinu væri fylgt hverju sinni.

Aðeins skráðar starfsmannaleigur fá starfsleyfi hér og verður gert að hafa starfsmann hér á landi. Árni segir gengið nógu langt í frumvarpinu og það verði verkfæri sem muni gagnast í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×