Innlent

Fjögur þúsund búin að kjósa

Kosið í prófkjöri sjálfstæðismanna. Fjöldi manns lagði leið sína í Valhöll í gær.
Kosið í prófkjöri sjálfstæðismanna. Fjöldi manns lagði leið sína í Valhöll í gær.

Tæplega 4.000 manns höfðu kosið í prófkjöri Sjálfstæðis­flokksins í Reykjavík klukkan níu í gærkvöldi. Að sögn Ágústs A. Ragnars­sonar, framkvæmda­stjóra Varðar, fulltrúaráðs sjálf­stæðis­félaganna í Reykjavík, er kjörsókn heldur meiri en fyrir síð­ustu borgar­stjórn­arkosningar.

Kjörfundur hófst á hádegi í gær, en þá höfðu um 1.200 manns kosið utan kjörfundar. Ágúst áréttaði að aðaldagurinn í prófkjörinu væri í dag, en sex síðdegis er von á fyrstu tölum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×