Innlent

Kallar eftir vinnufriði

"Ég kalla eftir vinnufriði," segir Þórdís J. Sigurðardóttir nýkjörin stjórnarformaður Dagsbrúnar, sem hét áður Og Fjarskipti og rekur 365 fjölmiðla.

Þórdís segist neita að trúa því að áfram verði rætt um að takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Það geti dregið úr möguleikum á framrás fjölmiðlafyrirtækja sem eru skráð á markað. Hvergi ríki eins lýðræðislegt og dreift eignarhald og í skráðu félagi. Innan Dagsbrúnar séu til að mynda 990 hluthafar. Leynd hvíli jafnvel yfir hverjir eigi aðra fjölmiðla eða þeir í eigu fárra aðila.

Fyrstu níu mánuði ársins var hagnaður Dagsbrúnar 554 milljónir króna eftir skatta. Er það betri afkoma en markaðsaðilar spáðu. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 367 milljónir króna.

Rekstrartekjur samstæðunnar jukust um 115 prósent milli ára og námu tæpum 11 milljörðum fyrstu níu mánuðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×