Innlent

Fjölgun vegna prófkjörs

Skráðum félögum í Samfylkingunni á Akureyri hefur fjölgað um 17,5 prósent á undanförnum tveimur vikum. Á morgun er prófkjör flokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári og eru alls 843 flokksfélagar á kjörskrá, að meðtöldum þeim tæplega 130 sem nýlega hafa skráð sig í Samfylkinguna á Akureyri.

Kosið verður um fjögur efstu sæti listans og samkvæmt prófkjörsreglum skulu þau skipuð tveimur konum og tveimur körlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×