Sport

Jones leiðir á Flórída

Bandaríkjamaðurinn Steve Jones lék allra manna best á Players Championship mótinu í golfi sem hófst á Sawgrass-vellinum í Ponte Vedra á Florída í gær. Jones lék á 8 höggum undir pari en Lee Westwood, Fred Funk og Zach Johnson léku á 7 undir. Sergio Garcia er á 6 undir og Vijay Singh á 5 undir pari. Sigurvegari mótsins frá því í fyrra, Adam Scott, er á þremur undir pari, Tiger Woods og Phil Mickelson eru á tveimur undir pari og Ernie Els er á einu höggi undir pari vallarins eftir fyrsta keppnisdag af fjórum. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn á morgun og á sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×