Erlent

Piltur drepinn vegna hörundslitar

Átján ára piltur lést eftir að hópur ofbeldismanna réðst á hann í bænum Huyton á Englandi í gærkvöld. Kynþáttafordómar mun hafa verið ástæða árásarinnar en pilturinn var dökkur á hörund. Hann var á leið í gegnum almenningsgarð ásamt unnustu sinni og frænda þegar þrír eða fjórir menn veittust að honum með eggvopni sem lögregla telur að hafi verið exi. Samferðafólk hans hljóp og náði í hjálp en þegar að var komið skömmu seinna lá fórnarlambið í sárum sínum og árásarmennirnir á bak og burt. Pilturinn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum skömmu síðar. Lögregla hefur leitað árásarmannanna ákaft frá því í gærkvöld en án árangurs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×